Víkingar sigruðu á Gimli Cup

Víkingar fögnuðu sigri á tíunda Gimli Cup móti Skautafélags Akureyrar í krullu sem lauk í Skautahöllinni sl. mánudagskvöld. Lið Víkinga hlaut fjóra vinninga í sex leikjum en alls kepptu sjö lið á mótinu, öll frá Skautafélagi Akureyrar.

Fálkar höfnuðu í öðru sæti en þeir voru jafnir Víkingum að stigum en Víkingar unnu á innbyrðis viðureignum. Þá höfnuðu Garpar í þriðja sæti.

Nýjast