03. júní, 2010 - 13:30
Fréttir
Á fundi bæjarráðs í morgun, þeim síðasta á kjörtímabilinu, var kynnt niðurstaða um fjölda umsókna í
auglýstu atvinnuátaki Akureyrarbæjar fyrir 17-25 ára skólafólk án atvinnu í sumar. Lögð fram tillaga að endurskoðun
fjárhagsáætlunar í ljósi niðurstöðu. Bæjarráð samþykkti viðbótarfjárheimild að upphæð 7
milljónir króna vegna átaks fyrir 17-25 ára skólafólk þannig að hægt verði að koma til móts við alla umsækjendur.
Á fundi bæjarráðs var einnig kynnt niðurstaða umsókna Akureyrarbæjar til Vinnumálastofnunar um 31 átaksverkefni, alls u.þ.b.
150 störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sumarið 2010. Lögð var fram tillaga að ráðstöfun heimilda til ráðningar námsmanna og
atvinnuleitenda. Bæjarráð samþykkti að taka þátt í átaksverkefninu.