27. ágúst, 2010 - 19:58
Fréttir
Knattspyrnudeild Þórs hefur ráðið Viðar Sigurjónsson sem þjálfara meistaraflokks Þórs/KA og mun hann stýra liðinu út
þetta tímabil. Honum til aðstoðar verður Siguróli Kristjánsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin
ár. Viðar hefur verið starfandi sem þjálfari 2. flokks Þór/KA sl. tvo mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu
Þórs.