VG á Akureyri mótmælir niður- skurði til heilbrigðisstofnana

Á aðalfundi Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri og nágrenni, sem haldinn var í gær, var samþykkt einróma ályktun, þar sem mótmælt er harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni. Á fundinum var kosin ný stjórn og er Guðrún Þórsdóttir formaður.  

Meðstjórnendur eru Kristín Sigfúsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Sóley Björk Ólafsdóttir og Ólafur Kjartansson. Til vara: Elsa María Guðmundsdóttir, Klara Sigríður Sigurðardóttir og Jana Salóme Jósepsdóttir.

Nýjast