Vesturvon til karfaveiða á Reykjaneshrygg

Færeyski frystitogarinn Vesturvon VA 200,  sem er í eigu Framherja í Færeyjum en að hluta til í eigu Samherja, lét úr höfn á Akureyri seinnipartinn á föstudag. Skipið er búið að vera tvær vikur við bryggju þar sem að ýmsar lagfæringar vegna karfaveiða voru framkvæmdar.  

Skipið mun halda á karfamiðin á Reykjaneshrygg. Skipstjóri er Eyðun á Bergi og í áhöfn eru 32 menn. Skipið er 65.5 metra langt 13,08 metra breitt og mælist 2.114 brúttótonn Aðalvélin er af gerðinni Wartsilá Disel 8s 4t 4076 HK. Þetta kemur fram á vefsíðu Þorgeirs Baldurssonar - thorgeirbald.123.is/

Nýjast