„Verður mun jafnara en menn héldu”

„Þetta er að spilast á alla kanta og deildin verður örugglega miklu meira spennandi og jafnari en menn héldu,” segir Siguróli „Moli” Kristjánsson aðstoðarþjálfari Þórs/KA, en þegar sjö umferðum er lokið í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu er Þór/KA með 13 stig í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Vals.

 

Tveggja vikna hlé verður nú gert á deildinni og verður næst leikið miðvikudaginn 30. júní. Í upphafi tímabilsins virtust Íslandsmeistarar Vals vera á góðri leið með að klára mótið strax í byrjun, en tveir jafnteflis leikir liðsins í fimmtu og sjöttu umferð deildarinnar gerir það að verkum að spenna er enn við toppinn. „Það er bara frábært fyrir fótboltann,” segir Siguróli.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast