"Það er mikilvægt fyrir okkur að fá eitthvað út úr þessum leik þar sem ÍR er við topp deildarinnar, en þetta verður klárlega erfiður leikur fyrir okkur," segir Dean Martin þjálfari KA, en KA- menn sækja ÍR heim næstkomandi laugardag á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu.
KA hefur farið ágætlega af stað í deildinni og hefur fjögur stig í fjórða sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. ÍR er í öðru sæti deildarinnar með sex stig og ljóst að erfitt verkefni býður KA- manna á ÍR- velli. Leikur liðanna á laugardaginn kemur hefst kl. 16:00.
Nánar í Vikudegi í dag.