Veljum samvinnu – kjósum framsókn

Hjálmar Bogi Hafliðason
Hjálmar Bogi Hafliðason

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

Á undanförnum mánuðum höfum við frambjóðendur B – lista Framsóknarflokks unnið markvisst að mótun helstu stefnumála okkar. Margir hafa komið að þeirri vinnu og höfum við kallað ýmsa gesti og stjórnendur sveitarfélagsins á okkar fund til að fara yfir málefni sveitarfélagsins. Það hefur verið mjög fróðlegt og gaman að taka þátt í þessari vinnu.

Vilji fólk áræðni í sveitarstjórn velur það framsókn, vilji fólk gleði í sveitarstjórn velur það framsókn og vilji fólk samvinnu í sveitarstjórn velur það framsókn. Framsóknarflokkurinn býður upp á og hvetur fólk til samtals árið um kring. Valkosturinn er skýr. Kæri kjósandi. Við óskum eftir þínum stuðningi í kosningunum á laugardag, setjum x við B.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Oddviti B-lista framsóknar og félagshyggju í Norðurþingi


Athugasemdir

Nýjast