Vélhjólamenn safna fyrir Aflið

Mótorhjólafólk alls staðar af landinu hittist í Súpupartýi um verslunarmannahelgina á Akureyri.
Þetta er í annað sinn sem Súpupartý Mótórhjólafólks er haldið í bakgarði einum á Akureyri. Gerð var góð súpa, sungið og spilað fram eftir kvöldi og peningar settir í bauk. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi eru afskaplega þakklátt fyrir þetta framtak því hver króna telur á þeim bæ.
Víða er verið að safna fé fyrir Aflið, yndislegar konur og karlar hafa verið Aflinu hliðhollt og er það ómetanlegur stuðningur. 
Minna má á reikning Aflsins er 1145-26-2150 og kt. 690702.215

Nýjast