Vel á annað hundrað sýnendur undirbúa nú komu sína norður en ásamt þeim verður fjöldinn allur af hópum og
félögum á svæðinu. Einnig má nefna að verksvæði handverksmanna verður litríkt, tískusýningar, krambúð,
sirkushópur, blöðrulist og andlitsmálun fyrir börnin, gríðarlega spennandi söguþorpi verður komið upp og tímavél spunnin
með handverksmönnum, landnámsmenn í miðaldatjöldum sýna verklag gamla tímans frá miðöldum til baðstofustemningarinnar og svo til
nútímamannsins. Vélrúningur Birgis Arasonar úr Gullbrekku þar sem ullin er svo spunnin í réttinni og nú jafnvel
jurtalituð í söguþorpinu sem verður áhugavert að sjá. Félag landnámshænsna verður með sýningu og sína
dásamlegu fegurðarsamkeppni. Kajaksmíði og vélasýning eru svo punkturinn yfir i-ið svo allir finni sér eitthvað skemmtilegt til að
fylgjast með.
Það er því fjölbreytt hátíð framundan og allt framkvæmt með ungmennafélagsandanum þar sem hálf sveitin mun leggjast
á eitt við framkvæmdina. Má þar nefna Ungmennafélag, Hjálparsveit, Kvenfélög, Hestamannafélag, Lionsklúbb.
Spennandi námskeið verða haldin í tengslum við hátíðina þann 10.-12.ágúst: Ölhænur, Flauelsskurður og Næfur. Bókanir standa nú yfir og það þéttist á námskeiðunum. Sjá má nánari upplýsingar á http://www.handverkshatid.is/ og á Facebook-síðu hátíðarinnar.