Veiðimenn moka upp makríl á Pollinum á Akureyri

Það er mikið líf við Pollinnn á Akureyri þessa stundina en þar eru veiðimennn í tugatali að moka upp makríl á stöng. Mikill fjöldi fólks er á Torfunefsbryggjunni, einnig í fjörunni suður af bryggjunni og þá eru veiðimenn með stöng á smábátum á Pollinum. Mikið er af makríl á Pollinum og margir veiðimenn með á í hverju kasti.  

Þá hefur myndast hálfgert umferðaröngþveiti á Drottningarbraut, þar sem forvitnir vegfarendur eru að fylgjast með aðferðum veiðimanna. Einn áhorfendanna hafði á orði að fyrir flesta væri mun vinsælla að veiða markrílinn en að borða hann. Sumir veiðimenn slepptu makrílnum aftur en aðrir voru að veiða til að hirða aflann.

Nýjast