Vatnsleki í Slippnum

Vatnsleki kom upp í Slippnum Akureyri í morgun. Lögreglu barst tilkynning um lekann klukkan 06:29 og þegar hún kom á staðinn var aðkoman heldur leiðinleg með ökkladjúpu vatni yfir nokkur hundruð fermetra rými. Um töluvert tjón er að ræða að sögn lögreglu. Lekinn varð þegar lögn sprakk inni í lofthitunarkerfi.  

Sjóðandi heitt vatn streymdi þá inn á trésmíðaverkstæði sem er í húsinu á annarri hæð og lak þaðan niður á skrifstofur á hæðinni fyrir neðan. Slökkviliðið kom að strax í morgun sem og starfsmenn hússins og unnu að því í sameiningu að ræsa vatnið út.  Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast