Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Valsstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld er liðið lagði Þór/KA 3:0 á Vodafonevellinum. Þar með hefur Valur 32 stig í efsta sæti deildarinnar, sex stigum á undan Breiðabliki sem er í öðru sæti með 26 stig og sjö stigum meira en Þór/KA sem situr í þriðja sæti með 25 stig. Með ósigrinum í kvöld dvínuðu titilvonir Þórs/KA enn á ný en með sigri hefðu norðanstúlkur aðeins verið stigi á eftir Íslandsmeisturunum.

Mörk Vals í leiknum í kvöld skoruðu þær Rakel Logadóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.

 

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is.   

Nýjast