Útsvarsprósenta óbreytt en með fyrirvara um lagabreytingar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir. Verður álagningarhlutfallið þá 14,48% á árinu 2011. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Nýjast