Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér verða veittir námsstyrkir, verðlaun vegna námsárangur til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Við úthlutun verður almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.