Unnið að söfnun upplýsinga um iðnað fyrri tíðar á Akureyri

Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins segir vonbrigði að Akureyrarbær hafi ekki séð sér …
Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins segir vonbrigði að Akureyrarbær hafi ekki séð sér fært að styrkja að fullu við verkefni safnsins sem snýst um að safna munnlegum heimildum frá öldruðu fólk sem starfaði við iðnaðar á Akureyri í fyrri tíð. Safnið óskaði eftir 5 milljónum króna í styrk en fékk 3. Um 30 aldraðir einstaklingar eru á viðtalslistanum nú og við hann bætist þegar bent er á nýtt og nýtt fólk sem hefur sögu að segja.

mth@vikubladid.is

„Þetta eru vonbrigði. Þessi upphæð  dugar okkur líklega fram á haustið,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Safnið óskaði eftir fimm milljón króna styrk frá Akureyrarbær til að vinna viðtöl við fólk sem starfaði áður fyrr í ýmiskonar iðnaði á Akureyri. Bæjarráð samþykkti að styrkja verkefnið um þrjár milljónir króna. Ætlunin er að starfsmaður á safninu safni upplýsingum og taki viðtöl við eldri borgara í bænum sem störfuðu í iðnaði af öllu tagi og bjargi þarf með dýrmætri þekkingu frá glötun.

Þorsteinn segir að eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að nota gömlu góðu aðferðina sem þótti vænleg til árangurs þegar beðið var um lán í bönkum í gamla daga. Biðja sem sé um aðeins meira en þörf var fyrir. „Það var stundað hér áður fyrr að biðja um t.d. tíu milljónir ef mann vantaði fimm. Það hefði kannski verið fínasta leið að fara,“ segir hann.

 Um 30 aldraðir einstaklingar á viðtalslistanum

Iðnaðarsafnið hafði forgöngu um það fyrir allmörgum árum að taka viðtöl við aldrað fólk sem hafði unnið við ýmiskonar iðnað og lagði þar með sitt lóð á vogarskálar til að varðveita söguna. Undanfarin ár hefur starfsfólk safnsins unnið við að taka þess viðtöl, en nú gafst tækifæri að sögn Þorsteins þegar starfsmaður var ráðinn að safninu á vegum Virk. Til stóð, ef fjármunir fengjust að hann myndi saxa á viðtalslistann sem fyrir er, á honum eru nú um það bil 30 aldraða einstaklinga sem þekkja til sögu iðnaðar á Akureyri með einum eða öðrum hætti.

 „Það er enn á meðal okkar fólk sem man mikilvæga þætti í iðnsögu bæjarins og okkur þykir mikilvægt að reyna hvað við getum að ná þeirri sögu og varðveita áður en það er orðið um seinan.  Tíminn vinnur ekki með okkur í þeim efnum, það má segja að við séum að vinna þetta verkefni í kappi við hann. Margar af okkar öldruðu kempum sem vörðuðu veginn eru orðnar heilsutæpar og þess er dæmi að við höfum misst fólk af okkar viðtalslista án þess að ná tali af því. Það er sárgrætilegt,“ segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir að frásagnir fólksins nýtist Iðnaðarsafninu til fjölbreyttrar miðlunar auk þess sem þær geta síðar nýst sagnfræðingum og fleirum sem sækja þurfa í munnlegar heimildir í sinni vinnu.

Framlag Hollvina um 11 milljónir í fyrra

„Það var enginn launaður starfsmaður hér á safniu árð 2021, ég starfaði hér sem launalaus safnstjóri,“ segir Þorsteinn en framlag Hollvina Iðnaðarsafnsins til starfseminnar í fyrra er metið á um 11 milljónir króna. Hann segir það rausnarlegt því í raun séu Hollvinir safnsins fámennur hópur, 10 til 15 manns í mesta lagi. Vonir standa til að Iðnaðarsafnið komist inn á föst fjárlög frá Akureyrarbæ á næsta ári og yrði þá framlagið um 7,5 milljónir króna. „Það er auðvitað ágætt og gott ef við komust þar inn, en upphæði dugar ekki fyrir launum eins starfsmanns í ár.“

Símastólar

 Símastóll átti í eina tíð veglegan sess á heimilum landsmanna, en eins og margt annað óþarfur nú.

 


Athugasemdir

Nýjast