Unnið að endurbótum á Kristnesi

Framkvæmdir við endurbætur á Kristnesi eru nú nýlega hafnar og áætlað að þeim ljúki um næstu áramót. Sjúkrahúsið á Akrueyri fékk 60 milljónir króna af fjárveitingu sem stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að verja til átaks um viðhald opinberra fasteigna um allt land. Framkvæmdastjórn SA ákvað að verja 50 milljónum af þeirri upphæð til að ljúka endurnýjun á húsnæði legudeilda á Kristnesspítala, en húsnæðið er frá árinu 1927.  Þessi viðbótarfjárveiting skipti verulegu máli fyrir sjúkrahúsið að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra og hefur að auki jákvæð áhrif á atvinnuástandið á svæðinu.

 

„Þessar framkvæmdir eru nú hafnar og við gerum ráð fyrir að þeim ljúki um áramót, þetta er lokahnykkurinn í endurbótum á húsnæðinu og að þeim loknum verður búið að taka báðar aðalhæðir hússins í gegn.  Aðstaðan mun í kjölfarið batna, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, þannig að það er mjög ánægjulegt að geta nú klárað þetta verkefni,“ segir Halldór. Tíu milljónum af þessari fjárveitingu verðu svo varið til að endurnýja lagnakerfi í A-byggingu sjúkrahússins en hún  er frá árinu 1953. 

Nýjast