Ungur karlmaður dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Ungur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið, haft í vörslum sínum á hörðum diski í fartölvu samtals 3 ljósmyndir og 18 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.  

Maðurinn játaði verknað sinn fyrir dómi. Fartölva mannsins var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða verjanda sínum um 50 þúsund krónur. Erlingur Sigtryggsson kvað upp dóminn.

Nýjast