Unglingarnir í Hrísey vilja reyklaust Ísland árið 2015

Nemendur í 7. og 8. bekk Hríseyjarskóla tóku þátt í verkefninu reyklaus bekkur á vegum Lýðheilsustöðvar. Í umræðum og vinnu sem fram fór í tengslum við verkefnið komu unglingarnir fram með þá hugmynd að skrifa þingmönnum þjóðarinnar bréf og leggja til að gera Ísland að reyklausu landi.  

Þau sátu ekki við orðin tóm og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þar sem 25% þingmanna hafa þegar svarað bréfinu, þar af 2 ráðherrar. Þrír þingmenn hafa boðað komu sína til Hríseyjar í tengslum við málið ásamt því að það hefur ratað inn á borð fréttamiðla, bloggara og fésbókarritara. Þetta kemur fram í Skóla-akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.

Nýjast