Þau sátu ekki við orðin tóm og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa þar sem 25% þingmanna hafa þegar svarað bréfinu, þar af 2 ráðherrar. Þrír þingmenn hafa boðað komu sína til Hríseyjar í tengslum við málið ásamt því að það hefur ratað inn á borð fréttamiðla, bloggara og fésbókarritara. Þetta kemur fram í Skóla-akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.