Umsvifin hjá frambjóðendum VG fóru ekki yfir 300 þúsund

Í aðdraganda Sveitarstjórnarkosninganna voru haldin fjögur forvöl á vegum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík, á Akureyri, á Akranesi og í Kópavogi. Alls tóku 41 frambjóðandi þátt í forvölunum og hafa allir skilað upplýsingum til Ríkisenduskoðanda og staðfest að umsvifin fóru ekki yfir 300 þúsund krónur.  

Frá því svæðisfélög og kjördæmaráð í VG hófu að nýta forval til að raða í efstu sæti framboðslista hafa reglur sagt til um algert auglýsingabann frambjóðenda. Gefin eru út sameiginleg upplýsingarit og þyngstu byrðar frambjóðendanna felast í kökubakstri og kynningarfundum. Einhverjir hafa haldið úti heimasíðum.

Síðasta sumar voru unnar samræmdar reglur um forvöl á vegum flokksins og er þar hnykkt á fyrri stefnu varðandi fjárhagsleg umsvif frambjóðenda, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast