25. ágúst, 2008 - 10:51
Fréttir
Meistaramót Íslands, 15- 22 ára, í frjálsum íþróttum var haldið á Sauðárkróki um
síðustu helgi. Þar áttu bæði UMSE og UFA sína fulltrúa og stóðu krakkarnir sig vel að vanda. Hjá UMSE varð Jeff Chris
Hallstrom Íslandsmeistari í stangarstökki sveina 15- 16 ára, þegar hann stökk 2, 85 m. Þá unnu 15- 16 ára strákarnir 4 x 100 m
boðhlaupið nokkuð örugglega, en sveitina skipuðu þeir Jónas Rögnvaldsson, Egill Ívarsson, Jeff Chris Hallstrom úr Samherjum og Anton Orri
Sigurbjörnsson Grenivík. Auk þess vann félagið til fjölda silfur- og bronsverðlauna á mótinu.
UFA krakkarnir stóðu sig einnig gríðarlega vel á mótinu. Örn Dúi Kristjánsson varð tvöfaldur
Íslandsmeistari í 400- og 110 m grindahlaupi, auk þess sem hann sigraði 300 m grindahlaupi og í þrístökki í fl. sveina 15- 16 ára.
Bjartmar Örnuson vann til gullverðlauna í 400 m hlaupi, auk þess sem hann sigraði í 800- og 3000 m hlaupi í fl. ungkarla 19- 22 ára. Þá
sigraði Bjarki Gíslason í 300 m grindahlaupi og í stangarstökki í fl. 17- 18 ára drengja. Auk þess vann UFA til fjölda silfur- og
bronsverðlauna á mótinu. UFA hafnaði í þriðja sæti í heildarstigakeppni mótsins með 223 stig, en UMSE hafnaði í
því sjötta með 113 stig.