Jafnframt er óskað eftir því að núverandi byggðalína verði sýnd á næsta aðalskipulagi. Umhverfisnefnd getur að svo
stöddu ekki tekið afstöðu til erindisins og óskar eftir eftirfarandi viðbótargögnum.
1. Svari við erindi umhverfisnefndar til Landsnets dags. 29. nóvember 2007 varðandi raflínur í Naustaborgum og Kjarnaskógi.
2. Gerð verði nánari grein fyrir fyrirkomulagi við möstur og aðkomu að þeim.
3. Gerð verði grein fyrir sjónrænum áhrifum línu sem þessarar séð frá Kjarnaskógi, Naustaborgum og Hömrum með
innsetningu þeirra á ljósmyndir. Gagna þessara er óskað fyrir næsta fund nefndarinnar seinnihluta ágústmánaðar nk. Umhverfisnefnd
getur ekki fallist á það fyrir sitt leyti að línur liggi yfir svæði ætlað til tómstunda og útivistar við Glerárgil efra.