Jepplingurinn var að koma út úr hringtorgi til norðurs en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bíl sínum því hann fór yfir umferðareyju, sem á var töluverður snjóskafl og hafnaði svo upp á vélarhlíf fólksbíls sem var á suðurleið. Jepplingurinn valt svo utan vegar og hafnaði þar á toppnum. Beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út úr bíl sínum, eftir að búið var að velta bílnum á hliðina. Að sögn lögreglu fór þarna betur en á horfðist. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.