Um 56% Akureyringa hafa nýtt sér beint millilandaflug

Um 56% Akureyringa á aldrinum 16 til 80 ára hafa nýtt sér beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll.  Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir AFE í síðasta mánuði. Í könnuninni var spurt hversu oft þátttakendur hefðu nýtt sér millilandaflug um Akureyrarflugvöll og niðurstaðan var sú að svarendur höfðu að meðaltalið nýtt sér flug um völlinn í 1,2 skipti.  

Þá kemur einnig fram í könnuninni að 34% svarenda telur líklegt að þeir muni nýta sér millilandaflug um Akureyrarflugvöll á næstu 12 mánuðum, en 23,5% telja það hvorki líklegt né ólíklegt. Nýverið var sett á laggirnar sérstakt verkefni til kynningar og markaðsetningar á beinu millilandaflugi til Akureyrar. Aðstandendur verkefnisins eru atvinnuþróunarfélögin á Norðurlandi, Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, Akureyrarstofa og Ísavia, og var Sigrún Björk Jakobsdóttir ráðin til að stýra verkefninu.  

Nýjast