Um 1500 nemendur stunduðu nám á þremur sviðum HA í vetur

Háskólaárið 2009-20010 stunduðu um 1500 nemendur nám í þremur sviðum við Háskólann á Akureyri.  Ríflega þriðjungur þeirra stundaði fjarnám á u.þ.b. 20 stöðum á landinu. Í ár voru 376 kandídatar brautskráðir á háskólahátíð sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri í morgun. Athöfnin þótti takast vel og var öll hin glæsilegasta.  Á meðal gesta var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson.  

Meðal brautskráðra  hafa margir stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 10 stöðum á landinu. Flestir komu frá Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Selfossi/Árborg  og Ísafirði. Þess má einnig geta að meðal brautskráðra kandídata voru kandídatar frá Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og að sjálfssögðu Evrópu. 

Skipting kandídata eftir deildum var eftirfarandi:

Heilbrigðisdeild: 76
Hug- og félagsvísindadeild: 214
Viðskipta- og raunvísindadeild: 86

Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem brautskráðust eða 288 en karlar eru 88 eða um 25%.

Viðurkenningu fyrir  góðan námsárangur hlutu eftirtaldir:

Auðlindafræði - Jón Helgi Sveinbjörnsson
Félagsvísindi -
Baldur Ingi Jónasson
Grunnskólakennarafræði -
Sigrún Árnadóttir
Hjúkrunarfræði -
Eva Mjöll Júlíusdóttir
Iðjuþjálfunarfræði - 
Guðrún Soffía Viðarsdóttir
Leikskólakennarafræði -
Karitas Jónsdóttir

Menntunarfræði (M.ED) Sigurlaug Elva Ólafsdóttir

Lögfræði - Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Tölvunarfræð
i - Unnar Freyr Hlynsson

Viðskiptafræði - Arnhildur Ásdís Kolbeins

Nýjast