U18 ára landslið karla í handknattleik sigraði Úkraínu í dag, 32:27, í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Belgíu. Úrslitin þýða að Ísland er komið áfram í lokakeppnina, sem fram fer í Svartfjallalandi í ágúst næstkomandi. Tvö efstu liðin í hverjum í riðli komast beint á keppnina.
Þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, leikmenn Akureyrar, skoruðu þrjú mörk hver í dag fyrir íslenska liðið. Sveinn Aron Sveinsson var hins vegar markahæsti leikmaður liðsins með 9 mörk og Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði 4 mörk.
Ísland mætir Norðmönnum á morgun í lokaleiknum í riðlinum og hefst leikurinn kl. 09:00.