Íslenska karlalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hélt í gær út til Belgíu þar sem liðið leikur þrjá leiki í undankeppni EM. Í hópnum eru þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, leikmenn Akureyrar Handboltafélags.
Ísland er í riðli með Belgíu, Noregi og Úkraínu. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í lokakeppnina. Ísland spilar í dag, föstudag, við Belgíu, gegn Úkraínu á morgun og mætir svo Noregi á sunnudaginn.
Íslenska liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markmenn
Sigurður Ingiberg Ólafsson, FH
Arnar Sveinsson, HK
Aðrir leikmenn
Arnar Birkir Hálfdánarson, Fram
Arnar Daði Arnarsson, Haukar
Árni Benedikt Árnason, Grótta
Bjartur Guðmundsson, Valur
Geir Guðmundsson, Akureyri
Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri
Ísak Rafnsson, FH
Leó Pétursson, HK
Magnús Óli Magnússon, FH
Pétur Júníusson, Afturelding
Rúnar Kristmannsson, Stjarnan
Sveinn Sveinsson, Valur
Víglundur Þórsson, Stjarnan
Þráinn Orri Jónsson, Grótta
Þjálfari er: Heimir Ríkarðsson