Twin Otter flugvél Norlandair máluð í litum félagsins

Twin Otter flugvél Norlandair kom til Akureyrar í kvöld frá Bretlandi, þar sem vélin var máluð í litum félagsins. Verkið var unnið í East Midland á Englandi og fór vélin utan þann 24. apríl sl. Hin Twin Otter flugvél Norlandair verður einnig máluð í litum félagsins og er ráðgert að hún fari utan þann 30. maí nk.  

Eftir að málun vélarinnar var lokið í Est Midland var flogið til Vick í Skotlandi og þaðan til Íslands. Ferðin til Akureyrar tók 5 klukkutíma. Flugstjóri í ferðinni var Ástvaldur Draupnisson og flugmaður Sveinn Hjaltason.

Nýjast