Tvö umferðaróhöpp í gærkvöldi

 

Ekið var á stúlku á Mýrarvegi í gærkvöldi um kl 23:00 þar sem hún var að fara yfir gangbraut við gatnamót Mýrarvegar og Þingvallastrætis. Bíllinn var að beygja inn á Mýrarveg, og var ekki á mikili ferð og urðu meiðsli stúlkunnar óveruleg.
Í gærkvöldi varð annað óhapp þegar bifreið valt á Hamrabrautinni á leiðinni norður úr Kjarnaskógi. Vegurinn þar  er malarvegur og var hann nýheflaður og virðist sem ökumaður hafi misst bílinn út í lausamöl með fyrrgreindum afleiðingum. Bílstjórinn slapp óbrotinn en marinn en bíllinn mun nokkuð skemmdur.

Nýjast