Tveir stútar á Akureyri

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í nótt á Akureyri, þar sem bæjarhátíðin Ein með öllu og hjartað á réttum stað fer fram. Annar ökumaðurinn var tekinn rétt fyrir miðnætti í gærkvöld við Kjarnaskóg en hinn um sjö leytið í morgun við Glerárgötu. Þá áttu sér stað þrjár líkamsárásir í nótt en ekki er enn búið leggja fram neina kæru að sögn lögreglu.

Eignarspjöll voru unnin á þremur stöðum en rúður voru brotnar við verslunirnar Nætursöluna og Veiðihornið í nótt og einnig í blokk í Þorpinu. Vitað er  um gerendur í tveimur tilfellum og eru málin í rannsókn. Þá gista sex einstaklingar fangageymslur vegna ölvunnar.

Nýjast