Tveir strætisvagnar í árekstri með hálftíma millibili

Tveir árekstrar urðu með hálftíma millibili á Akureyri fyrr í dag. Í báðum tilvikum komu strætisvagnar við sögu. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Að sögn lögreglu rakst strætisvagn á fólksbifreið við gatnamót Tryggvabrautar, Glerárgötu, Hörgárbrautar og Borgarbrautar kl. 14:37 í dag.  

Bílarnir skemmdust en engin slys urðu á fólki. Um hálftíma síðar, eða klukkan 15:07, varð umferðarslys á Borgarbraut við Háskólann á Akureyri þegar fólksbifreið og strætisvagn rákust saman. Þetta kemur fram á mbl.is. Þessu til viðbótar varð minniháttar árekstur á bílastæðinu við Glerártorg. Að öðru leyti hefur umferðin gengið vel innanbæjar síðustu daga, að sögn lögreglu en mikil hálka er á götum bæjarins.

Nýjast