Mennirnir voru með öryggisbúnað og vel varðir en annar þeirra var þó betur búinn en hinn að sögn Þorbjörns. "Mennirnir fóru strax úr fötunum sem höfðu mengast af þessu efni og í sturtu til að skola sig vel. Þeir voru svo fluttir með sjúkrabifreið til frekari meðferðar á FSA." Þorbjörn segir að öllum öryggisreglum hafi verið fylgt og að ánægjulegt hafi verið að sjá að menn hafi fylgt góðri öryggisáætlun. Tveir sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á staðinn, þar sem fyrstu upplýsingar voru frekar óljósar að sögn Þorbjörns. Einnig fór lögregla á staðinn.