Þeir aðilar sem sendu inn tilboð eru frá Reykjavík, Hrútafirði, Sauðárkróki, Ólafsfirði og Akureyri. Malbikun KM ehf. á Akureyri átti næst lægsta tilboð, tæpar 46,8 milljónir króna, eða 87,8% af kostnaðaráætlun. Eyjólfur Valur Gunnarsson í Hrútafirði, bauð rúmar 55,6 milljónir króna, eða 104,4%, Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði bauð um 56,9 milljónir, eða 106,7% og G. Hjálmarsson hf. á Akureyri bauð um 61,5 milljónir króna, eða 115,3%.
Um er að ræða eftirtaldar leiðir og skal verkinu að fullu lokið 30. apríl 2013:
Hringvegur(1), Fremri-Kot Norðurárdal - Akureyri 61 km
Ólafsfjarðarvegur(82), Hringvegur(1) - Ólafsfjörður 48 km
Svarfaðardalsvegur(805), Ólafsfjarðarvegur - Tunguvegur 11 km
Tunguvegur(806), Svarfaðardalsvegur - Skíðadalsvegur 1 km
Skíðadalsvegur(807), Tunguvegur - Ólafsfjarðarðarvegur 10 km
Árskógssandsvegur(808), Ólafsfjarðarvegur - Árskógsandur 2 km
Hauganesvegur(809), Ólafsfjarðarvegur - Hauganes 2 km
Hjalteyrarvegur(811), Ólafsfjarðarvegur - Hjalteyri 3 km