Trúnaðarmenn KJALAR vara við stórauknu vinnuálagi

Trúnaðarmannafundur KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, varar við stórauknu vinnuálagi þar sem gengið er á heilbrigða starfsánægju og getu starfsmanna við að láta gott af sér leiða. Trúnaðarmenn KJALAR stéttarfélags hafa áhyggjur á þjónustustigi sinna stofnanna vegna vaxandi álags, samdráttar og niðurskurðar á almannaþjónustunni.  

Fundurinn skorar á stjórnvöld að standa vörð um almannaþjónustuna því hún er hornsteinn að velferð samfélagsins. Frekari niðurskurður muni til langs tíma leiða til aukinna útgjalda og skertrar lífsgæða þjóðarinnar.

Nýjast