Tríó Agnars Más Magnússonar píanóleikara í Ketilhúsinu

Á Heitum Fimmtudegi nr. 4 á Listasumri 22. júlí n.k. leikur tríó Agnars Más Magnússonar píanóleikara í Ketilhúsinu. Með honum koma fram þeir Scott McLemore trommari og Andri Ólafsson bassaleikari. Agnar mun flytja efni af nýútkomnum geisladiski sínum Kvika sem hlaut lof gagnrýnenda auk hefðbundinna standarda. Agnar var nýlega útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar.

Nýjast