Tónlistarskólinn efnir til skrúðgöngu að Hofi

Í dag, miðvikudaginn 26. maí kl. 16.00, efnir Tónlistarskólinn á Akureyri til skrúðgöngu frá Hvannavöllum 14, þar sem skólinn er nú til húsa, að Menningarhúsinu Hofi í tilefni flutninga skólans þangað.  

Nemendur eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín að Hvannavöllum kl. 15.30. Trommusveit mun leiða gönguna. Allir nemendur, kennarar, foreldrar og velunnarar hvattir til að taka þátt í göngunni. Í framhaldinu verður skólanum svo slitið í Akureyrarkirkju kl. 18.00.

Nýjast