En það verður einnig líflegt á Græna hattinum. Helgi og Hljóðfæraleikararnir eru þar með tónleika í kvöld kl. 22.00, þar sem þeir kynna nýtt efni í bland við öll sín vinsælustu lög. Á morgun laugardag kl. 22.00 er það ein vinsælasta hljómsveit landssins, Hjálmar, sem stígur á svið á Græna hattinum og kynnir nýjustu afurð sín "Frá Keflavík til Kingston" sem er bæði ljósmyndabók og diskur.