Tónleikar með Hjaltalín og meðlimum SN í Hofi í kvöld

Í kvöld kl. 20.00 stendur Græni hatturin fyrir tónleikum með Hjaltalín í Menningarhúsinu Hofi. Hljómsveitin hefur fengið til liðs við sig  meðlimi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og flytur efni af sínum plötum "Sleepdrunk season" og "Terminal"  í glæsilegum útsetningum Högna Egilssonar.  

En það verður einnig líflegt á Græna hattinum. Helgi og Hljóðfæraleikararnir eru þar með tónleika í kvöld kl. 22.00, þar sem þeir kynna nýtt efni í bland við öll sín vinsælustu lög. Á morgun laugardag kl. 22.00 er það ein vinsælasta hljómsveit landssins, Hjálmar, sem stígur á svið á Græna hattinum og kynnir nýjustu afurð sín "Frá Keflavík til Kingston"  sem er bæði ljósmyndabók og diskur.

Nýjast