Í kvöld, fimmtudagskvöld, áttu að vera tónleikar með LayLow á Græna hattinum, á morgun ætlaði Sprengjuhöllin að stíga á svið og sjálfur Bubbi Morthens á laugaradag. Kostnaður við LayLow tónleikana var orðinn svo mikill en hún er með 5 manna hljómsveit með sér og ekki þótti stætt á að taka þá áhættu á þessum tíma, því engir voru bakhjarlarnir til að gera þetta mögulegt, segir í tilkynningu frá Hauki Tryggvasyni veitingamanni. Plata Srengjuhallarinnar kemur ekki til landsins fyrr en í nóvember og fannst meðlimum sveitarinnar ekki stætt á því að halda útgáfutónleika á plötu sem ekki er komin út. Þá varð Bubbi fyrir því að slasa sig á hendi og getur því ekki leikið á gítarinn sinn. Allir þessir tónlistarmenn stefna þó að því halda tónleika fyrir norðan síðar.