Tíu milljónir til viðbótar til atvinnuátaksverkefna

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun, viðbótarfjárheimild að upphæð 10 milljónir króna vegna atvinnuátaksverkefna. Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Akureyrarstofu, þar sem fram kom að fjárheimild til atvinnuátaksverkefna fyrir þetta ár væri uppurin.  

Í ljósi stöðunnar taldi stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem væru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskaði stjórnin eftir að bæjarráð bætti 10 milljónum króna við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári, þar af 4 milljónir króna vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 milljónir til nýrra verkefna til áramóta.

Nýjast