08. nóvember, 2010 - 09:12
Fréttir
"Árás valdhafa á landsbyggðina verður vart grímulausari en fram hefur komið í niðurskurðaráætlun
ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, þar sem 84% af niðurskurði fjárveitinga til þeirra lendir fyrst og fremst á
landsbyggðinni," segir í ályktun aðalfundar Landsbyggðin lifi, sem haldinn var að Ytri-Vík á Árskógsströnd á laugardag.
"Með þeim er bitið höfuðið af skömminni, sem var þó ærin fyrir, má þar nefna stórfelldan niðurskurð
nánast alla annarra grunnstoða samfélaga á landsbyggðinni. Aðalfundurinn hvetur til samstöðu um land allt og baráttu gegn þessum
áformum," segir ennfremur í ályktuninni.