Tíðinda varðandi ráðningu bæjarstjóra að vænta fyrir helgi

„Við erum á síðustu metrunum og það dregur væntanlega til tíðinda fyrir helgina," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Bæjarráð fundaði í morgun um ráðningu nýs bæjarstjóra og segir Geir að hópurinn sé að þrengjast verulega. „Það er góður gangur í þessu og við erum farnir að sjá til lands," segir Geir Kristinn.

Nýjast