Þrjár athugasemdir bárust

Þrjár athugasemdir bárust við tillögu að breytingu að endurskoðuðu deiliskipulagi hesthúsahverfisins í Breiðholti en fresti til að gera athugasemdir lauk fyrr í þessum mánuði.  Stjórn Hestamannafélagsins Léttis gerði athugasemd við breytingar á lóð við Fluguborg 11 sem ekki sé í samræmi við stærðir annarra lóða í hverfinu. 

Með því að stækka umrædda lóð sé um leið verið að hefta aðgengi og minnka svæði undir kerrustæði við aðra lóð.  Þá eru gerðar athugasemdir um lóðamörk milli tveggja lóða í hverfinu og loks er samhljóða bréf og undirskriftalisti með nöfnum 20 manna og er hann um sama efni og athugasemd stjórnar Léttis auk þess sem bent er á að gatan Fluguborg sé þröng og stækkun lóðar þrengi aðkomu að götunni enn frekar.Skipulagsnefnd lagði á fundi í vikunni til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var lögð fram.

Nýjast