Þórsarar töpuðu í gærkvöld sínum þriðja útileik í röð í Iceland Expressdeild karla í körfubolta þegar þeir mættu Grindavík á útivelli. Grindvíkingar voru fyrir leikinn efstir í deildinni með fullt hús stiga en Þórsarar voru um miðja deild.
Á heimasíðu Þórs segir um leikinn:
„Fyrir leikinn sátu Grindvíkíngar í efsta sæti deildarinnar þar sem þeir höfðu ekki tapað leik. Á því varð engin breyting í kvöld því heimamenn unnu 108-87 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 54-54. Afleit byrjun Þórs í 3. leikhluta varð liðinu að falli og 19. stiga tap staðreynd. Páll Axel Vilbergsson var lang atkvæða mestur heimamanna með 37 stig. Hjá Þór var Cedric Isom með 21. stig."
Nánar um leikinn í Vikudegi nk. fimmtudag.