Þorvaldur Lúðvík greiðir hæstu skatta á Norðurlandi eystra

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital á Akureyri greiðir hæstu skatta einstaklinga á Norðurlandi eystra, samkvæmt álagningarskrá sem lögð hefur verið fram. Þorvaldur greiðir alls rúmar 104 milljónir króna í gjöld og af um 2,7 milljónir króna í útsvar.  

Fyrrum útgerðarmenn Súlunnar EA, þeir Sverrir Leósson og Bjarni Bjarnason koma næstir í röðinni, Sverrir greiðir samtals um 82,5 milljónir króna, þar af rúmar 1,3 milljónir króna í útvsvar. Bjarni greiðir samtals rúmar 80 milljónir og þar af rúma eina milljón króna í útsvar. Feðgarnir og útgerðarmennirnir í Grímsey, þeir Óli Hjálmar Ólason og Óli Bjarni Ólason greiða hvor um sig í kringum 80 milljónir króna í gjöld en Óli Bjarni er skráður til heimilis á Akureyri.

Í sjötta sæti yfir hæstu greiðendur á Norðurlandi eystra, er Böðvar Jónsson á Akureyri með samtals um 31 milljón króna í gjöld alls og tæpa hálfa milljón í útsvar. Svipaða upphæð greiðir Guðmundur A. Hólmgeirsson í Norðurþingi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja greiðir tæpar 30 milljónir í skatta, þar af rúmar 2,6 milljónir króna í útsvar. Jóhannes Jónsson í Bónus greiðir rúmar 24 milljónir króna og rúmar 4,3 milljónir í útsvar á Akureyri. Í tíunda sæti á Norðurlandi eystra er Björg G. Einarsdóttir í Norðurþingi, með rúmar 22,6 milljónir króna í gjöld alls.

Þá greiðir Helgi Teitur Helgason útibússtjóri Landsbankans á Akureyri rúmar 22 milljónir króna í gjöld og rúmar 8 milljónir króna í útsvar. Helgi Teitur greiðir jafnframt hæsta útsvarið á Akureyri. Sævar Helgason forstjóri Íslenskra verðbréfa greiðir núma 21 milljón króna alls og rúmar 2,3 milljónir í útsvar og Gísli Björnsson greiðir greiðir tæpar 20 milljónir króna í skatta.

Nýjast