Þórsarar eru úr leik í Powerade-bikarkeppni karla í körfubolta eftir ósigur gegn sterku liði Grindavíkur á heimavelli í kvöld. Grindavík sigraði með 23 stiga mun, 90:67, eftir að hafa leitt í hálfleik, 47:29. Konrad Tota var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig, Wesley Hsu skoraði 9 stig og þeir Ólafur Torfason og Óðinn Ásgeirsson komu næstir með átta stig hvor.
Hjá Grindavík var Ármann Vilbergsson stigahæstur með 17 stig og Andre Smith kom honum næstur með 16 stig.