23. október, 2010 - 07:55
Fréttir
Þórsarar halda sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í körfubolta en liðið sótti Breiðablik heim í gærkvöld.
Lokatölur urðu 81:68 Þór í vil. Blikar höfðu fimm stiga forskot í hálfleik, 47:42. Norðanmenn hafa nú unnið þrjá fyrstu
leikina og verma toppsætið með sex stig, ásamt nöfnum þeirra frá Þorlákshöfn. Breiðablik, sem spáð var sigri í
deildinni, situr hins vegar í sjötta sæti með tvö stig.
Í 1. deild kvenna leikur Þór sinn fyrsta heimaleik í dag er liðið tekur á móti B-liði Grindavíkur í Síðuskóla
kl. 15:30, en Þórsarar hafa byrjað deildina skelfilega og þurfi nauðsynlega á sigri að halda í dag.