Þór er komið í toppsætið í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu eftir 1:0 sigur gegn liði Njarðvíkur á útivelli í kvöld. Það var Ármann Pétur Ævarsson sem skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Á sama tíma lagði Leiknir R. Víking R. 2:0. Það gerir það að verkum að Þór, Leiknir og Víkingur hafa öll 28 stig í efstu sætunum, en Þór hefur bestu markatöluna og trónir því á toppi deildarinnar.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun.