Þórsarar ekki í vandræðum með Leikni

Þór vann stórsigur á heimavelli í kvöld gegn Leikni R, 102:51, á Íslandsmótinu í 1. deild karla í körfubolta. Þórsarar hafa því 12 stig í öðru sæti deildarinnar en Leiknir hefur áfram tvö stig í næstneðsta sæti. Wesley Hsu var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 19 stig, Konrad Tota skoraði 18 stig og Ólafur Torfason kom næstur með 14 stig. Í liði Leiknis var Hallgrímur Tómasson stigahæstur með 13 stig.

Nýjast