14. október, 2010 - 21:10
Fréttir
Þór hafði betur gegn Laugdælingum, 76:57, er liðin mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í annarri
umferð 1. deildar karla í körfubolta. Konrad Tota var stigahæstur hjá Þór með 24 stig og Ólafur Torfason kom næstur með 19 stig.
Í liði Laugdæla var það Bjarni Bjarnason sem var stigahæstur með 22 stig. Þar með eru Þórsarar í efsta sæti deildarinnar
með fjögur stig eftir tvo leiki, en önnur umferðin klárast um helgina.