Þórsarar á sigurbraut á ný í körfunni

Þórsarar voru ekki lengi að bæta upp fyrir tapið gegn FSu sl. föstudagskvöld í 1. deild karla í körfubolta, er norðanmenn fögnuðu sigri gegn Ármanni í Laugardagshöllinni á laugardaginn var. Þór sigraði með 89 stigum gegn 78. Staðan í háfleik var 46:40 Þór í vil. 

Konrad Tota var stigahæstur hjá Þór með 27 stig og Óðinn Ásgeirsson kom næstur með 25 stig. Hjá heimamönnum var Halldór Kristmannsson atkvæðamestur með 20 stig og Antonio Houston skoraði 14 stig. 

Þór hefur átta stig í öðru sæti deildarinnar eftir fimm umferðir, jafnmörg stig og Þór Þorlákshöfn sem á leik til góða. 

Nýjast